Mamma Nína: Nýir eigendur

Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Tómasson. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nýir eigendur hafa tekið við pizzastaðnum Mamma Nína frá 1. nóvember síðastliðinn. Það eru feðgarnir Þorsteinn Tómasson og Gunnar sonur hans sem keyptu staðinn af fyrri eigendum. Þorsteinn sagði fréttamanni að reksturinn færi vel af stað og hann væri bjartsýnn á framhaldið. Fullt hefði verið á sérstöku hlaðborði fyrir fjölskyldufólk sem væri boðið upp á og þeir hefðu í hyggju að brydda upp á ýmsum nýjungum.

DEILA