Fyrsta harmónikuball vetrarins

Villi Valli, Magnús Reynir og Baldur.

Rauði krossinn  stóð fyrir harmónikuballi í Edinborgarhúsinu á sunnudaginn. Þetta var fyrsta ballið á þessum vetri en undanfarin ár hefur Rauði krossinn efnt til skemmtunar af þessu tagi. Það voru listamennirnir Baldur Geirmunds, Magnús Reynir og Villi Valli sem léku fyrir dansi. Boðið var upp á veglegar kaffiveitingar.  Vel var mætt á dansleikinn og gestir líflegir á dansgólfinu. Myndirnar tók Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA