Forstjóraskipti hjá Arnarlax

Kristian Matthíasson.

Forstjóraskipti verða hjá Arnarlax um áramótin. Kristian Matthíasson, fráfarandi forstjóri staðfesti það í samtali við bb.is í gærkvöldi. Kristian segir að hann og fjölskylda hans muni flytjast til Noregs næsta sumar. Björn Hembre mun taka við í byrjun janúar 2019 og segist Kristan hafa unnið að því með stjórninni að finna forstjóra í sinn stað. Björn er líffræðingur að mennt og hefur verið stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi. Kristian Matthíasson mun taka sæti föður síns Matthíasar Garðarssonar í stjórn Arnarlax og vinna að sérverkefnum fyrir fyrirtækið.

DEILA