Fjárlagafrumvarp: breytingartillögur Pírata

Þrír þingmenn Pírata.

Þingmenn Pírata leggja til breytingar á fjárlagafrumvarpinu upp á 25 milljarða króna við aðra umræðu málsins á Alþingi.

Leggja þeir til að hætt verði við lækkun veiðigjalda um 2.000 milljónir króna. Allar óútskýrðar fjárheimildir felldar niður, sem myndi lækka útgjöld ríkissjóðs um 8.193 milljónir. Í þriðja lagi verði afgangur ríkissjóðs lækkaður  um 15.359 milljónir kr. Samtals eru þetta liðlega 25 milljarðar króna. Þeim verði ráðstafað til nýrra fjárheimilda:

-7.600 milljónir til að afnema allar krónu á móti krónu skerðingar varanlega frá 1. apríl
– 10.000 milljónir í hækkun persónuafsláttar
– 5.130 milljónir í lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði
– 1.600 milljónir til að fullfjármagna Landspítala
– 800 milljónir til að bregðast við beiðnum heilbrigðisstofnana í dreifbýli

Í skýringum kemur fram að breytingatillögurnar grundvallast annað
hvort á fyrirliggjandi beiðnum frá viðkomandi stofnunum eða upplýsingum um að ákveðnar stofnanir eða tiltekin málefnasvið skorti fjármagn. Þá segir að viðhöfð hafi verið óvönduð vinnubrögð og að málsmeðferðin í fjárlagavinnunni hafi verið ámælisverð.

 

DEILA