Engar athugasemdir við kostnaðartölur Vegagerðarinnar

Frá Reykhólum.

Hvorki hreppsnefnd Reykhólahrepps né fulltrúi Multiconsult gerðu athugasemdir við kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar um vegagerð, brúargerð og fyllingar á svonefndri A3 leið, sem er R leið Multiconcult með smávægilegum breytingum.

Haldnir hafa verið tveir fundur um málið með Vegagerðinni. Á fyrri fundinum var fulltrúi Multiconsult ásamt sveitarstjóra Reykhólahrepps og á þeim síðari hittust hreppsnefndin og Vegamálastjóri ásamt föruneyti. Magnús Valur Jóhansson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við bb.is að ekki hefði komið fram rökstuddar athugasemdir við kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar né lagðar fram aðrar kostnaðartölur. Multiconsult kynnti ekki nánar sínar kostnaðartölur og setti ekki fram gagnrýni á kostnaðartölur Vegagerðarinnar.

Svo virðist, að fengnum svörum Magnúsar Vals Jóhannssonar, að  fundirnar hafi ekki nýst til að skýra mismunandi kostnaðarmat Vegagerðarinnar og Multiconsult.

Magnús Valur sagði að nokkru óvissa væri um mat á kostnaði við brúargerðina, enda væru takmarkaðar rannsóknir sem lægju fyrir. Á það einkum við um botnlag og annað sem lýtur að brúargerðinni. Vegagerðin hefði gefið sér sem forsendu að aðstæður væru hvorki á versta veg né besta heldur mitt á milli. En óvissan á jafnt við um kostnaðarmat Multiconsult.

Magnús Valur Jóhannsson sagði að sveitarstjórn hefði viljað fá nákvæm einstök einingaverð í útreikningum Vegagerðarinnar. Var heimamönnum bent á að senda in skriflega fyrispurn ef þeir vildu fá þesasr upplýsingar og erindið yrði þá tekið fyrir. Ekki voru lagðar fram sambærilegar upplýsingar frá Multiconsult.

Vegagerðin sökuð um hlutdrægni og vafasamar fullyrðingar

Karl Kristjánsson, formaður skipulagsnefndar og sveitarstjórnarmaður ræðst á föstudaginn var, fyrir fundinn með Vegagerðinni, harkalega að Vegagerðinni á vef Reykhólahrepps og sakar hana um hlutdrægni, fúsk og vafasamar fullyrðingar. Segir hann orðrétt í færslu á vefinn:

„Sveitarfélagið á enga kosti aðra en fara í þessa valkostagreiningu vegna þess að úttekt Vegagerðarinnar á R-leiðinni sem hún hefur haft í vinnslu í allt sumar er svo hlutdræg og illa unnin að það er ekki hægt að nota hana sem grunn að ákvarðanatöku. Það er óútskýrður miljarða munur á kostnaðarmati Vegagerðarinnar og Multiconsult á R-leiðinni. Stjórnsýslulögin 10.gr. leggja þá skyldu á kjörna fulltrúa að upplýsa mál fyrir ákvarðanatöku, ákvörðun þarf að byggja á lögmætum, trúverðugum og traustum grunni. Þess vegna er nauðsynlegt að fá botn í kostnaðarmuninn og eins vafasamar fullyrðingar Vegagerðarinnar um umferðaröryggi og umhverfisþætti á R-leiðinni.“

Karl Kristjánsson, Kambi. Mynd:Skessuhorn.is

 

DEILA