Almennir rekstrarstyrkir til félagasamtaka

Umhverfi án fólks er lítils virði.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um20 milljónir króna sem veita á sem almenna rekstrarstyrki til félagasamtaka. Segir svo í tilkynningu ráðuneytisins :

„Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Heildarfjárhæð til úthlutunar 20,0 m.kr.

Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

M.a. þurfa samtökin að vera opin fyrir almennri aðild, þau skulu ekki starfa í hagnaðarskyni, hafa að lágmarki 30 félagsmenn, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Loks þarf eigin fjáröflun að standa undir a.m.k. helmingi kostnaðar vegna almennrar starfsemi samtakanna.“

 

Spurning er hvort Vestfirðingar eigi ekki að athuga hvort rétt sé að koma á fót félagasamtökum sem uppfylla skilyrði ráðuneytisins og horfa einkum til hagsmuna fjórðungsins og vinni að því að efla lýðræðislega umræðu um umhverfis- og náttúruvernd á Vestfjörðum.

DEILA