Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa fyrir árið 2018

Frá aðalfundi félags Árneshreppsbúa. Mynd: Böðvar Guðmundsson.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa fyrir árið 2018 var haldinn sunnudaginn 4. nóvember í Agogesalnum í Lágmúla. Ríflega 50 félagsmenn mættu til fundarins sem hófst að vanda með að formaður félagsins, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, minntist látinni sveitunga frá síðasta aðalfundi.  Gestir minntust látinna með stuttri þögn um leið og risið var úr sætum.

Guðmundur Þ. Jónsson, frá Fögrubrekku, var skipaður fundarstjóri en hann hefur stýrt öllum aðalfundum félagsins af röggsemi í ríflega áratug auk þess að hafa sinnt embættinu af og til mörgum sinnum á árunum á undan.

Að venju las fundarritari, að þessu sinni Ívar Benediktsson frá Gjögri, upp fundargerð aðalfundar síðasta árs.

Í forföllum gjaldkera, Unnar Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarlesi, gerði Guðrún Gunnsteinsdóttir stjórnarmaður frá Bergistanga, grein fyrir reikningum síðasta starfsárs. Þar kom m.a. fram að tap á rekstri félagsins síðasta árið hafi verið ríflega 470 þúsund krónur. Eigin fjárstaða félagsins er engu að síður sterk. Er það ekki síst að þakka félagsmönnum sem staðið hafa þétt á bak við félagið.

Kristmundur formaður gerði grein fyrir starfssemi félagsins á síðasta ári. Félagið gaf að vanda út tvö fréttabréf sem send voru til allra félagsmanna en þeir eru um 900. Einnig stóð félagið fyrir velheppnaðri jólatréskemmtun í upphafi aðventu og árlegri árshátíð sem að þessu sinni var var haldin í veislusalnum í Rúgbrauðsgerðinni.  Næsta árshátíð verður að óbreyttu haldin 2.mars 2019 en óvíst er um samkomustað þar sem veislusalur Rúgbrauðsgerðarinnar hefur verið seldur til BHM og starfssemi sem þar hefur verið aflögð. Jólatréskemmtun félagsins verður hinsvegar haldin  laugardaginn 24. nóvember nk og verður að vanda í veislusal Vídalínskirkju í Garðabæ.

Kristmundur sagði að sívaxandi kostnað til útsendingu fréttabréfsins vera umhugsunarefni en það kostaði félagið á liðnu starfsári á fjórða hundrað þúsund að senda bréfið út. Bréfið er eitt A4 blað samanbrotið.

Ennfremur kom fram í máli að félagið hafi í tvígang á árinu auglýst fjöruplokk í Árneshreppi og tóku stjórnarmenn þátt í bæði skiptin auk fjölda hreppsbúa og gesta. Einnig fékk félagið beiðni frá RÚV um að það mætti nota myndefni úr heimildarmynd félagsins, Árneshreppur1, í þáttum RÚV. Á beiðnina var fallist.

Að lokum þakkaði Kristmundur félagsmönnum fyrir stuðning við félagið á árinu auk þess sem hann þakkaði þeim fyrir sem gáfu happadrættisvinninga á árshátíð félagsins í mars.

Reikningar og skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða.

Kristmundur Kristmundsson var endurkjörin formaður félagsins næsta starfsár. Auk hans voru kjörin í stjórn Böðvar Guðmundsson frá Ófeigsfirði, Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Bergistanga, Guðbrandur Torfason frá Finnbogastöðum, Ívar Benediktsson frá Gjögri, Jensína Hjaltadóttir frá Bæ, Sigríður Halla Lýðsdóttir frá Djúpavík og Unnur Pálína Guðmundsdóttir frá Munaðarnesi.  Arnar Ágústsson frá Steinstúni og Gíslína Gunnsteinsdóttir frá Bergistanga voru endurkjörin skoðunarmenn reikninga.

Lýður Sörlason frá Gjögri þakkaði stjórn félagsins fyrir dugnað að halda starfssemi félagsins gangandi undir liðnum önnur mál. Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði og eigandi ferðaþjónustunnar Urðartinds tók stuttlega til máls og hvatti Árneshreppsbúa og félagsmenn til dáða. Hann bað fólk um að líta til þess jákvæða. Þá væri framtíð Árneshrepps björt.

Eftir að Guðmundur fundarstjóri sleit fundi nutu gestir veitinga af glæsilegu veisluborði Ásdísar Hjálmtýsdóttur, röbbuðu saman og horfðu á upptöku frá 50 ára afmælisfundi félagsins árið 1990.

 

Frásögnin er frá Ívari Benediktssyni og Böðvar Guðmundsson tók myndirnar.

DEILA