Vestfirðir: aftur fleiri en 7.000

Þjóðskrá Íslands.

Íbúum á Vestfjörðum hefur fjölgað um 76 frá 1. desember 2017 til 1. október 2018. Alls eru þá 7.068 íbúar skráðir til heimils á Vestfjörðum en þeir voru 6.992 þann 1. desember 2017. Rétt 2% landsmanna búa á Vestfjörðum.

Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 6.874. Mest varð fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu 4.359 og á Suðurnesjum 1.212. Á Suðurlandi fjölgaði um 740 manns. Annars staðar á landinu  varð samtals 563 manna fjölgun. Verst kemur <norðurland eystra út á þessu tímabili en þar fækkaði um 115 manns eða 0,4%. Fjölgun á Norðurlandi vestra varð aðeins 0,6%.

Íbúafjöldabreytingin á Vestfjörðum dreifðist ójafnt eftir sveitarfélögum. Í Ísafjarða

Yfirlit um íbúaþróun á Vestfjörðum.

rbæ fjölgaði um 96 manns og um 15 manns í Tálknafirði. Mest fækkun varð í Vesturbyggð eða um 15 manns.

DEILA