Vantar eignir – verð hækkandi

Guðmundur Óli Tryggvason, fasteignasali.

Það vantar fasteignir á söluskrá á norðanverðum Vestfjörðum segir Guðmundur Óli Tryggvason, fasteignasali á Ísafirði. „Á Ísafirði hafa góðar íbúðir selst hratt síðustu ár og lítið er í boði. Verðið hefur hækkað um einhverja tugi þúsunda kr/m² og verðið er komið vel yfir 200 þúsund kr á hvern fermetra hér á Ísafirði. Í Súðavík varð allt í einu breyting fyrr á árinu og allar íbúðir seldust sem í boði voru.“ Þá segir Guðmundur Óli Tryggvason að lítið framboð sé af húsnæði á svæðinu og bendir á Flateyri og Bolungavík auk þeirra staða sem áður hefur verið getið. Verð á húsnæðið virðist því hafa hækkað að raungildi á síðustu 12 mánuðum. Fyrir fimm árum voru margar húseignir til sölu á Flateyri en nú eru þær fáar. Það hafa mikið til verið Reykvíkingar sem hafa keypt hús á Flateyri og vilja eiga þar athvarf.

DEILA