Teitur Björn : mál að linni – framkvæmdir nú

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson hefur tekið sæti á Alþingi um nokkurra vikna skeið vegna veikinga Haraldar Benediktssonar. Hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við skýrslu Vegagerðarinnar um vegagerð í Gufudalssveit, sem var gerð opinber í gær.

„Ég er ánægður með að úttekt Vegagerðarinnar á þessum valkostum er komin fram. Niðurstaða Vegagerðarinnar er afdráttarlaus og skýrir málið enn betur. Það hefur að mínu mati þó alveg legið skýrt fyrir um nokkurt skeið að leið Þ-H, um Teigsskóg, er sú besta sem völ er á. Nú þarf ekki frekar vitnanna við og mál að linni. Ég vænti þess að allir hlutaðeigandi einhendi sér í að hefja undirbúning framkvæmda án frekari tafa. Annað er ekki í boði. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu fylgja málinu eftir þegar í þessari viku.“

DEILA