Sveitarfélög : Tálknafjarðarhreppur skuldar mest

Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018. Mynd: Samband ísl. sveitarfélaga.

Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga voru lagðar fram upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga landsins í lok árs 2017. Til þess að gera upplýsingarnar samanburðarhæfar er miðað við A hluta sveitarsjóðs og skuldunum deilt niður á hvern íbúa. Utan við skuldatölurnar eru svonefndar B hluta stofnanir sveitarfélaga og fyrirtæki sem eru að hálfu leyti eða meira í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Það er Tálknafjarðarhreppur sem stendur verst á þennan mælikvarða og segir eflaust til sín töluverð íbúafækkun undanfarin ár því skuldirnar lækka ekki þótt íbúum fækki. Á sama hátt lækkar það skuldirnar á hvern íbúa þegar verður íbúafjölgun eins og í Vesturbyggð.

Bolungarvíkurkaupstaður        1.032.000   kr/íbúa

Ísafjarðarbær                        1.148.000     –

Tálknafjarðarhreppur              1.359.000     –

Vesturbyggð                          1.150.000     –

Strandabyggð                        1.030.000     –

Árneshreppur                           317.000   –

Kaldrananeshreppur                  320.000   –

Súðavíkurhreppur                     293.000    –

Reykhólahreppur                       504.000   –

Reykjavíkurborg                        783.000   –

 

DEILA