Lilja Rafney: Þingmenn hittast

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþm. Mynd: visir.is

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. segir að þingmenn kjördæmisins ætli að kalla á sinn fund vegamálastjóra og fulltrúa Reykhólahrepps og fara yfir niðurstöðu Vegagerðarinnar um leiðaval í Gufudalssveit sem birt var í gær. Sagðist hún vonast til þess að það næðist í þessari viku.

Hún var spurð hver hennar afstaða væri og svaraði þá:

„Segi þér það eftir fundinn en ég hef áður sagt að mér finnist að allt stefni í Teigsskógsleiðina.“

 

DEILA