Lífræn söfnun hafin í Ísafjarðarbæ

Hafin er dreifing á tunnum og pokum fyrir lífrænan úrgang á heimili í Ísafjarðarbæ. Önnur tunnan er ætluð til söfnunar á heimilinu, en hina á að setja ofan í tunnu undir almennt sorp. Með fylgir nýr bæklingur frá Gámaþjónustunni og Ísafjarðarbæ þar sem nýtt fyrirkomulag sorphirðu er útskýrt.

Meðfylgjandi mynd er frá Björgunarfélagi Ísafjarðar, sem sér um dreifinguna á Ísafirði fyrir Gámaþjónustuna.

DEILA