Íslandsmeistari í jiu jitsu

Sigurður Óli Rúnarsson, Íslandsmeistari.

Ísfirðingurinn Sigurður Óli Rúnarsson varð um þarsíðustu helgi  Íslandsmeistari í sínum flokki í jiu jitsu. Í fyrsta sinn var keppt í Laugardalshöllinni, en íþróttagreininni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Sigurður Óli keppti í hvítbeltisflokki í þyngdarflokki léttari en 100 kg. Alls voru 102 keppendur á mótinu og voru þrír í  keppnisflokki Sigurðar Óla. Var hann sigurorð af þeim báðum og varð því ótvíræður sigurvegari.

Sigurður óli Rúnarsson hefur getur sér gott orð í öðrum íþróttagreinum og lét til dæmis um tíma með ÍR í handknattleik karla i úrvalsdeildinni. Hann sagðist í samtali við bb.is vera búinn að ákveða að einbeita sér að glímunni.

Sigurður óli Rúnarsson eftir á verðlaunapallinum.
DEILA