Íbúðalánasjóður: of lítið byggt frá 2013

Mynd úr skýrslunni sem sýnir samband þróunar kaupmáttar launa og fasteignaverðs.

Íbúðalánasjóður hefur gefið út skýrslu um stöðu og þróun húsnæðismála.

Á árunum 2013–2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500. Hagdeild Íbúðalánasjóðs áætlar hins vegar að á þessum fimm árum hefði þeim þurft að fjölga mun meira, eða um samtals hátt í 16.000, til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skapaðist
á tímabilinu vegna fólksfölgunar, breytinga á aldurssamsetningu og fjölgunar íbúða í skammtímaleigu.
Segir í skýrslu sjóðsins að uppsafnaður skortur á íbúðum endurspeglist í miklum verðhækkunum á íbúða­ og leigumarkaði og bráðum vanda þeirra sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði.
„Til að vinna á þeim vanda er útlit fyrir að áfram verði þörf á mikilli fjölgun íbúða næstu árin og mikilvægt er að sú uppbygging verði í samræmi við þörf landsmanna. Sagan sýnir þó að aðstæður á húsnæðis­ og byggingarmarkaði geta breyst með skömmum fyrirvara og því er nauðsynlegt að á hverjum tíma séu gerðar vandaðar áætlanir um þörf fyrir íbúðir þar sem tekið er tillit til þeirrar óvissu sem ávallt ríkir um slíkar greiningar.“

Þá er sýnt hvernig fasteignaverð hefur þróast í samanburði við þróun kaupmáttar launa.Sjá má að góð fylgni hefur verið milli þessara stærða nema árin 2004 -2008 og aftur frá 2016 þegar íbúðaverð rís mun hærra en kaupmáttur launa gefur tilefni til.

DEILA