Heibrigðisþing 2. nóvember 2018 – öllum opið

Heilbrigðisþing 2018.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2. nóvember næstkomandi á Grand hótel í Reykjavík. Þingið verður helgað kynningu á drögum að nýrri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og umræðu um þau. Þingið er öllum opið og er skráning hafin.

Leitast verður við að skýra stöðu helstu viðfangsefna heilbrigðiskerfisins og kynna megináherslur þeirrar stefnumótunar sem verið er að vinna að. Til að tryggja aðgengi allra landsmanna að þinginu verður dagskrá og umræðum streymt á vefnum og þar verður einnig hægt að senda inn spurningar og ábendingar.

Dagskrá og nánari upplýsingar um þingið verða birtar á vefslóðinni www.þing.is og þar er nú þegar hægt að skrá sig til þátttöku.

DEILA