Fjárfestum kynntar aðstæður fyrir Spa hótel á Reykhólum

Hugmynd er uppi um að reisa Spa heilsuhótel á Reykhólum.  Fyrir skömmu var gerð ferð vestur til þess að kynna hugmyndina og aðstæður fyrir fjárfestum.  Janka Zalesakova  er forseti Spa sambands í Slóvakíu og var áður forseti Evrópusambands. Hún rak Spa hótel um árabil í Slóvakíu.  Í því eru 20 sambönd ýmissa hagsmunaaðila á þessu sviði. Jakob Frímann Magnússon er framkvæmdastjóri fyrirtækisins ONE company in Iceland. Það hefur sambönd við erlenda fjárfesta og mun standa að byggingu hótela á íslandi á komandi árum. Janka kynnti starfsemi Spa hótela og aðstæður á Reykhólum, sem hún sagði bestar hér á landi fyrir þessa starfsemi. Sérstaðan er einkum fólgin í jarðhita og nálægð við sjóinn og þarann. Spa starfsemi er læknisfræðileg meðferð og venjulega eru það læknar sem vísa til hennar.

Með í för voru einnig Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri á Reykhólum og Sigurbjörg Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri í Noregi , en hún var eitt sinn kennari á Reykhólum.

Á Reykhólum hitti hópurinn heimamenn sem kynntu áform um þaraböð og heilsuðu upp á Tryggva Harðarson, sveitarstjóra.

Hópurinn hitti Tryggva Harðarson, sveitarstjóra.
DEILA