Dýrafjarðargöng – framvinda vika 41

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 41 við vinnu Dýrafjarðarganga.

Í vikunni var haldið áfram með flutninga á búnaði og mannvirkjum frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. Unnið var við að reisa og standsetja verkstæðistjöld og klárað var að reisa steypustöðina. Fyrstu starfsmennirnir fluttu frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð á sunnudeginum.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var klárað að taka niður lagnir og haldið áfram með lokastyrkingar. Í Dýrafirði voru bergboltar settir umhverfis gangamunna og munni gerður klár.

Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en í Dýrafirði var unnið við skeringar. Við Hófsána í Arnarfirði var unnið við mölun á efni sem verður notað í göngunum síðar.

Unnið hefur verið við mótauppslátt og járnalögn í nyrðri stöpli brúarinnar yfir Mjólká.

Á meðfylgjandi myndum má sjá byggingu brúar yfir Mjólká, mölun á efni við Hófsá í Arnarfirði og bergbolta umhverfis gangamunna í Dýrafirði.  

DEILA