Coerver Coaching á Ísafirði og Knattspyrnudeild KR hafa gert samkomulag til 3ja ára

Fræðslustjóri og yfirþjálfari Coerver Coaching á alheimsvísu er Brad Douglass og yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson.

Coerver Coaching og Knattspyrnudeild KR hafa gert með sér samkomulag til næstu 3ja ára.

Coerver Coaching á Íslandi er gert út frá Ísafirði. Leyfishafi þess er HB Training slf Brunngötu 10, 400 Ísafirði og eigandi þess er Ísfirðingurinn  Heiðar Birnir Torleifsson einnig til heimilis að Brunngötu 10.

 

Coerver Coaching mun veita KR faglega ráðgjöf og fræðslu í þjálfun barna og unglinga. Auk þess sem iðkendur félagsins munu fá góða þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching.

Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum.

Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum.

Coerver Coaching var stofnað árið 1984 og starfar í tæplega 50 löndum víðsvegar um allan heim.

DEILA