Ásdís Hlökk áfram forstjóri Skipulagsstofnunar – án auglýsingar

Ásdís Hlökk Theódórsdóttir. Mynd: Visir.is

Umhverfisráðherra hefur framlengt um fimm ár skipun Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar ríkisins. Fimm ára ráðningartími hennar rann út í lok júlí í sumar og nýtt ráningartímabil hófst 1. ágúst síðastliðinn. Starfið var ekki auglýst. Umhverfisráðuneytið hefur ekki greint frá skipuninni en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins staðfesti ráðninguna.

DEILA