Arctic Fish: umsóknir um leyfi í vinnslu

Sigurður Pétursson, framkvæmdarstjóri Arctic Fish

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að fyrirtækið hafi lagt inn umsókn um rekstrarleyfi og starfsleyfi hjá Sjávarútvegsráðuneytinu og Umhverfisráðuneytinu. Umsóknirnar eru í eðlilegum farvegi, að sögn Sigurðar og hafa ráðuneytin beðið um frekari gögn. Taldi hann ekki þess langt að bíða að leyfin fengjust. Beðið er eftir afstöðu Skipulagsstofnunar um það hvernig standa eigi að því að bæta úr því sem úrskurðarnefndin taldi upp á vantar í umhverfismatinu varðandi valkostagreiningu. Sigurður Pétursson sagðist telja að Arctic Fish myndi ljúka þessu innan þeirra 10 mánaða sem til stefnu væru samkvæmt nýsettum lögum.

DEILA