Tryggvi Harðarson er nýr sveitarstjóri Reykhólahrepps

Tryggvi Harðarson. Mynd: Mbl.

Reykhólahreppur hefur ákveðið að ráða Tryggva Harðarsonar í starf sveitarstjóra Reykhólahrepps. Á sveitarstjórnarfundi 12. september var bókað:

„Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að ráða Tryggva Harðason sem sveitarstjóra. Áralöng reynsla hans af sveitarstjórnarmálum og sú staðreynd að hann skoraði hæst í hæfnismati Capacent réðu úrslitum um ráðningu hans. Sveitarstjórn býður Tryggva velkomin og vonast til að eiga gott samstarf við hann um málefni sveitarfélagsins. Lagður fram og samþyktkur ráðningasamningur við Tryggva Harðarson. Samþykkt samhljóða.“

Tryggvi hefur áður gegnt störfum sveitarstjóra á Seyðisfirði og í Þingeyjarsveit, auk þess að hafa setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA