Skólasetning Lýðháskólans á laugardag, allir velkomnir!

Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir á Flateyri á laugardaginn.

Fyrsta skólasetning Lýðháskólans á Flateyri og bæjarhátíð verður á laugardaginn 22. september 2018. Allir eru hjartanlega velkomnir og fyrir áhugasama má sjá dagskránna hér:

Dagskrá:
Kl. 13.30 Skólasetning í íþróttahúsinu:
Kynnir er Dagný Arnalds.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu, Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðháskólans og Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, flytja ávörp og Helena Jónsdóttir, skólastjóri, setur skólann.
Tónlist: Between Mountains og blásarahópur frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Kl. 15.00 Tónleikar í Flateyrarkirkju:
Between Mountains.
Kl. 16.00 Upplestur í Bræðurnir Eyjólfsson, bókabúð:
Eiríkur Örn Norðdahl og Annska.
Kl. 17.00 Sérstök sýning á verðlaunamyndum Gamanmyndahátíðarinnar á Vagninum:
Pabbahelgi og Bjarnarblús
Kl. 18.00 Kvöldverður á Vagninum, Bryggjukaffi og Kaffi Sól (Þarf að panta)
Kl. 21.30 Tískusýning Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar á Vagninum:
Skjöldur Sigurjónsson og Villi Naglbítur stýra tískusýningu Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar hvar dömur og herrar Flateyrar sýna hátísku.
Kl. 22.30 Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Sæbjargar við höfnina.
Kl. 23.30 Dansleikur á Vagninum:
Tríó Jóns Ólafssonar.

Opin hús kl. 15.00-17.30:
Lýðháskólinn við Hafnarstræti: Lýðháskólinn á Flateyri, Háskólasetur Vestfjarða, Fab Lab og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Grunnskólinn: Boðið upp á kaffi og kynningu á starfi skólans.
Svarta Pakkhúsið: Björgunarsveitin Sæbjörg.
Bræðurnir Eyjólfsson, bókabúð: Blábankinn.
Bryggjukaffi: Hlunnar ehf.
Drafnargata 2, skúrinn hjá Úlla: Úlfarshöfn og Kalksalt.
Fiskvinnslan: Fiskvinnsla Flateyrar.
Vallargata 3b: „Waffles on Wallstreet“ frá kl. 16 meðan birgðir endast.
Salsa í sundlauginni

Opið í Bryggjukaffi, Gunnukaffi og Kaffi Sól.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA