Eldri borgarar áhugasamir um búsetu á Spáni

Fasteignasalan Spánarheimili hefur gert samkomulag við Félag eldri borgara um að vera þeim félagsmönnum innan handar sem hafa hug á að leigja eða kaupa eign á Spáni. Í október verður farin vikulöng kynningarferð til Costa Blanca þar sem félagsmenn fá að upplifa svæðið og möguleika þess.

„Frá því höftin voru losuð vorið 2017 hefur orðið sprenging í viðskiptum Íslendinga með fasteignir á Spáni og áhuginn á kaupum eða leigu á húsnæði er mjög mikill. Enda hafa Íslendingar uppgötvað að verðið á eignunum er mjög hagstætt auk þess sem mun ódýrara er að lifa á Spáni,“ segir Bjarni Sigurðsson framkvæmdastjóri Spánarheimila.

Farfuglar á Spáni og Ísland
„Flestir okkar viðskiptavinir eru í kringum 55 ára og eldri en þó er einnig nokkuð um yngra fólk. Undanfarið höfum við þó tekið eftir enn meiri áhuga hjá fólki yfir sextugu á því að taka upp búsetu á Spáni i lengri eða skemmri tíma. Þetta fólk er þá eins og farfuglar, fer út í sólina að hausti og kemur heim til Íslands á vorin til að njóta íslenska sumarsins,“ segir Bjarni.

Hjálpa fólki í öllu ferlinu
Bjarni segir mikinn áhuga vera innan Félags eldri borgara fyrir búsetu á suðlægum slóðum. Spánarheimili bauð stjórn félagsins út að skoða allar aðstæður á Casa Blanca svæðinu. „Í framhaldinu gerðum við samkomulag um að við myndum þjónusta félagsmenn þeirra sérstaklega. Í því felst að við munum leiða fólk í gegnum allt ferlið, allt frá því að veita upplýsingar um eignir til kaups og leigu hér heima og til þess að hjálpa fólki að koma sér fyrir. Starfsmaður okkar úti verður með þjónustunúmer sem fólk getur hringt í ef það vantar aðstoð, til dæmis til að fara á spítala, fá túlkun eða útvega lyf. Við munum einnig hjálpa þeim að koma sér inn í það öfluga Íslendingasamfélag sem er starfandi þarna úti. Það sér um viðburði nánast daglega, minigolf, félagsvist, bridds og gönguferðir og svo er starfandi golfklúbbur svo fátt eitt sé nefnt.“

Fólki þykir afar dýrmætt að hafa íslenskt starfsfólk Spánarheimila á staðnum sem það getur leitað til. „Við höfum líka fundið fyrir að aðstandendur eru fegnir að vita að við séum til staðar ef eitthvað kemur uppá. Við erum því nokkurs konar öryggisnet.“

Kynningarferð til Spánar í október
Spánarheimili skipuleggja nú kynningarferð fyrir félagsmenn í Félagi eldri borgara sem farin verður 9. til 16. október. „Í þessari ferð förum við yfir allt sem máli skiptir. Við gistum á hóteli, þeir sem vilja spila golf gera það, við förum á Íslendingahitting, markað og sýnum fólki svæðið. Við skoðum eignir sem eru til leigu og kaups og förum yfir hvernig allt ferlið gengur fyrir sig. Þarna fær fólk innsýn inní hvernig er að búa erlendis, hvernig verðlagið er, og veðrið.“

DEILA