Tvö útköll hjá björgunarskipinu á Ísafirði

Björgunarskipið á Ísafirði hefur farið í tvö útköll á Hornstrandir síðastliðinn sólarhring.

Á tíunda tímanum í kvöld var björgunarskipið á Ísafirði kallað út í annað skiptið á síðastliðnum sólahring. Skipið var nú kallað út vegna vélarvana báts við Straumnes en í kringum miðnætti í gær fór áhöfnin og sótti eldri mann til Aðalvíkur. Hann hafði slasast og fallið í sjóinn.

Skipið er nú á leiðinni á vettvang við Straumnes.

Sæbjörg

bb@bb.is