Nýtt lag með Grafík

Hljómsveitin Grafík hefur gefið út nýtt lag á Spotify og á tonlist.is. Tilefnið er að 30 ár eru síðan hljómsveitin gaf út síðast lag með Andreu Gylfadóttur en það var á plötunni „Leyndarmál“. Nýja lagið heitir: „Læt mér líða vel“ og er eftir Rúnar Þórisson gítarleikara en textinn er eftir söngkonuna Andreu Gylfadóttur. Fytjendur auk þeirra eru Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Egill Rafnsson trommuleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Lagið situr nú á topp 20 lista Rásar 2 en upphaflega var það frumflutt í beinni á Rás 2 í apríl síðast liðnum. „Læt mér líða vel“ var tekið upp í Tónverki í vor með aðstoð Bassa Ólafsonar sem mixaði og mastaeraði.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA