17 sóttu um sveitarstjórastöðuna en Inga Birna kveður

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson.

17 sóttu um stöðu sveitastjóra í Reykhólahreppi en það kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Capacent sér um ráðningarferlið og er að vinna mat á umsækjendum. Fyrirtækið stefndi að því að taka viðtöl við vænlega umsækjendur í þessari viku og sveitarfélagið stefnir að því að ráða eins fljótt og hægt er. Þessi sóttu um starfið:

Berglind Ólafsdóttir Ráðgjafi
Björn S. Lárusson Verkefnastjóri
Bragi Þór Thoroddsen Lögfræðingur
Glúmur Baldvinsson M.Sc. Alþjóðasamskipti
Guðbrandur J. Stefánsson Íþróttakennari
Hallur Guðmundsson Verkefnastjóri
Ingimundur Einar Grétarsson Stjórnsýslufræðingur
Ingunn Einarsdóttir Fjármálastjóri
Jón Gunnar Erlingsson Matreiðslumeistari
Linda Björk Hávarðardóttir Verkefnastjóri
Maria Maack Verkefnastjóri
Miguel Martins Viðskiptafræðingur
Sigurður Jónsson Lögfræðingur
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson Framkvæmdastjóri
Tryggvi Harðarson Verktaki
Þorbjörg Gísladóttir Mannauðsstjóri
Þórður Valdimarsson Viðskiptafræðingur

Um leið er ferlið er í fullum gangi við að finna nýja sveitarstjórann þá kveður Ingibjörn Birna Erlingsdóttir starfið. Sveitarstjórnin færði henni formlegar þakkir og blóm í tilefni þessa og sem þakkir fyrir góð störf undanfarin átta ár. Þau segja jafnframt: „Ingibjörg hefur sinnt starfi sínu af hógværð og vandvirkni en jafnframt festu, og skilar góðu búi til þess sem tekur við.
Inga Birna er samt ekkert á förum úr sveitinni, svo við eigum áfram góða sveitunga og granna, þar sem hennar fjölskylda er.“

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA