Straumar á Flateyri

Hera Fjord leikkona.

Listahátíðin Straumar verður haldin á Flateyri dagana 26.-29. júlí. Ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar. Hópur ungs listafólks sem er ættað af Vestfjörðum tekur þátt í verkefninu Straumar. Það snýst um að fá listafólkið til þess að koma aftur á heimaslóðir sínar og sýna listsköpun sína heimafólki.

Tilgangur verkefnisins er einnig að ungt listafólk á Vestfjörðum kynnist og myndi tengsl sín á milli til framtíðar. Fimm listamenn úr ólíkum greinum flytja verk sín á hátíðinni auk gesta frá þremur löndum.

Hátíðin gengur undir nafninu Straumar og verður haldin dagana 26.-29. júlí á Flateyri. Dagskráin er fjölbreytt og verða verk flutt á mismunandi stöðum í bænum. Verkefnið er styrkt af Vestfjarðarstofu og verður frítt inn á alla viðburði.

Það listafólk sem kemur að hátíðinni og sýnir verk sín eru, Heiðrún G. Viktorsdóttir, Hera Fjord, Maksymilian Frach í samstarfi við pólska tónlistarmenn, Ólöf Dómhildur í samstarfi við Ayah ALbdaiwi og Qamar Alsadoon, Rannveig Jónsdóttir.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA