Nýju Vestfirðingarnir opna listasýningu klukkan 15

Klukkan 15 í dag opnar sýning á verkum unglinga frá Írak og Sýrlandi á ganginum í Edinborgarhúsinu. Sýningin stendur fram á sunnudag og allir eru velkomnnir.

Unglingar frá Írak og Sýrlandi sem búsett eru í Ísafjarðarbæ og Súðavík voru á námskeiði í myndlist hjá listakonunni Solveigu Eddu Vilhjálmsdóttur en námskeiðið var haldið í LRÓ í Edinborgarhúsinu í júlí.

Í verkunum eru bæði myndir og bókverk unnið með akrýl og unglingarnir segja sögur með litum og formum.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA