List leikskólabarna á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar

Hildigunnur með listamönnunum. Mynd: Hildigunnur.

Þessa dagana er listahátíðin Staðir 2018 haldin hátíðleg á sunnanverðum Vestfjörðum. Ein af sýningum hátíðarinnar er listasýning leikskólabarna frá Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Það er listakonan Hildigunnur Birgisdóttir sem er einn af forsprökkum hátíðarinnar og er forsvari sýningar barnannavog hélt hún listanámskeið fyrir börnin þar sem verkin voru unnin. Hildigunnar sagði blaðamanni BB að námskeiðið hafi gengið vel og að afsprengi þess, sýningin sjálf sé afar skemmtileg. „Þetta gekk mjög vel og ég fékk góðan meðbyr. Hugmyndin að þessu kveiknaði útfrá því að gera eitthvað sem ég er góð í og eitt af því sem ég er góð í er að vinna með börnum. Oft langar manni líka að gefa eitthvað tilbaka og mig langaði að komast aðeins inn í samfélagið. Það er afar takmarkað sem maður getur gert það þegar maður kemur í heimsókn í tvo daga og svo aftur í þrjá daga með það fyrir augum að setja upp listahátíð og mig langaði því að kynnast fólki sem býr hér og ég á gott með að kynnast börnum þannig að þetta var upplagt.“

Hildigunnar segir að ákveðinn draumur hafi ræst við opnun sýningarinnar. „Draumur varð að veruleika þegar sýningin opnaði og strákarnir Nói Alexander og Alexander Nói sem eru fæddir með tveggja mánaða millibili, en búa á Patreksfirði og Tálknafirði, hittust og fengu að sjá verk hvors annars. Þá varð ég svakalega hamingjusöm. Börnin tóku þessu mjög vel, þetta er frumsköpun, þau voru spennt og opin og spurðu aldrei af hverju. Þetta er í raun svolítið brjálaður aldur, þetta er aldur áður en þú verður of ferkantaður. Þau eru á þeim stað sem margir myndlistarmenn sækjast eftir og tekur langan tíma að komast aftur á. Þar sem forvitni, hömluleysi og fordómaleysi ríkja.“

Hildigunnar segir að þessi listsköpun snúist í raun um að skilja umheiminn, að vera forvitinn og skapandi. Til að mynda þurfir þú að vera skapandi til að læra að tala og labba. Hún segir það frábært var Patreksfjörður tók vel á móti sér og leyfði henni að sýna í fundarsal bæjarstjórnarinnar. Einnig hafi verið gaman að sjá foreldra á opnun sýningarinnar, það sé leið til að fá þau til að taka þátt í listahátíðinni sem geri það að verkum að það muni frekar eftir þessari hátíð næst

Sýnendur á listasýningunni eru: Alexander Nói, Arnar Leví, Fanndís Fía, Sigurrós, Óskar Elí, Elma Lind, Sara, Sæmundur, Ísak, Michael, María, Nói Alexander, Katrín, Svanhvít og Embla.

Aron Ingi

aron@bb.is

DEILA