Ekki venjulegur upplestur úr bók heldur ferðalag um hljóð og hreyfingu stafa

Jörg Piringer.

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg bjóða gestum og gangandi á listamannaspjall og ljóðagjörning fimmtudagskvöldið 19. júlí kl. 20. Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Á listamannaspjallinu mun Jörg Piringer sýna og fara með brot úr verkum sínum sem hljóð- og myndrænt skáld og flytjandi. Þetta verður ekki venjubundinn upplestur úr bók heldur ferðalag í gegnum hljóð og hreyfingu stafa, orða og hugmynda, flutt lifandi á sviði og skjá, stutt af nýrri og gamalli tækni.

Jörg Piringer býr í Vínarborg. Hann er meðlimur í Institute for transacoustic research og hluti af the vegetable orchestra. Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræðum og vinnur í íhlaupavinnu sem lista- og fræðimaður á sviði raftónlistar. Hann gerir hljóð- og myndræna ljóðlist, vinnur með gagnvirk samvinnukerfi, við samfélög á netinu, framkvæmir lifandi gjörninga, hljóðinnsetningar, vinnur við tölvuleiki og myndbandslist. Hér má sjá heimasíðu hans og hér má sjá meiri upplýsingar um viðburðinn.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA