,,Það er allt í lagi að vera ekki Íslendingur’’

Þær Vaida Bražiūnaitė og Björg Sveinbjörnsdóttir opnuðu nýja listsýningu í Hversdagssafninu eða ,,skóbúðinni’’ á Ísafirði.

Þær Vaida Bražiūnaitė og Björg Sveinbjörnsdóttir opnuðu nýja listsýningu í Hversdagssafninu eða ,,skóbúðinni’’ á Ísafirði. Vaida kemur frá Litháen og er sjónrænn mannfræðingur og hefur búið á Íslandi síðastliðin 5 ár. Björg Sveinbjörnsdóttir er frá Suðureyri og starfar sem kennari samhliða safninu.

Saman vinna þær að því að rannsaka og skoða hversdaginn og finna fegurðina og töfrana sem þar er að finna. ,,Þetta er einfaldlega bara daglegt líf fólks, hlutir sem við gerum dagsdaglega en gefum ekki endilega gaum,” segja þær vinkonur.

Safnið samanstendur af þremur listsýningum og allar þrjár sýningarnar eru byggðar á viðtölum við fólk á svæðinu. Þriðja sýningin og sú nýjasta ber heitið ,,Það er allt í lagi að vera ekki Íslendingur’’ og samanstendur af viðtölum við nokkra innflytjendur á svæðinu. Þar er fjallað um upplifanir þeirra og áskoranir sem fylgja því að vera innflytjendur. Fyrsta sýningin samanstendur af fjölskyldualbúmum og tóku þær upp samræðurnar sem komu upp þegar albúmin voru skoðuð og fylgir sá texti með. Í annarri sýninginni fengu þær fólk til að koma með skópar og segja frá ýmsum minningum og sögum þeim tengdum. Allar sýningarnar verða aðgengilegar í óákveðinn tíma í Skóbúðinni – Hversdagssafninu.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA