Rúnar Þór verður með tónleika í Steinshúsi

Rúnar Þór verður með tvenna tónleika í Steinshúsi.

Í dag og á morgun, föstudag, 28. og 29. júní mun Rúnar Þór halda tónleika í Steinhúsi, safni tileinkað í minningu Steins Steinars. Að sögn staðarhaldara í Steinhúsi, Sigurðar Sigurðssonar sem er betur þekktur sem Siggi Bólma verður spiluð tónlist í bland við sögur og spjall. Rúnar Þór og Siggi Blóma eru Vestfirðingum vel kunnugir en báðir eru þeir fæddir og uppaldir á Ísafirði. Siggi segir þetta kjörið tækifæri fyrir Vestfirðinga á öllum aldri til að hittast og rifja upp skemmtilega tíma í góðum félagsskap. Tónleikarnir eru hluti af Hamingjudögum á Hólmavík sem eru sömu helgi. Margt verður um að vera á Hólmavík fyrir börn og fullorðna en dagskrána fyrir Hamingjudaga má skoða hér: http://www.strandabyggd.is/dagskra/

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA