Kveðjutónleikar fyrir Eggert og Michelle

Kveðjutónleikar fyrir Eggert og Michelle í Edinborgarhúsinu í kvöld. Mynd: Guðmundur Hjaltason.

Laugardagskvöldið 16. júní verða haldnir kveðjutónleikar í Edinborgarhúsinu klukkan 21. Það eru vinir þeirra Eggerts og og Michelle sem standa fyrir tónleikunum til að kveðja þau, en þau munu flytjast af landi brott von bráðar. Dagskráin er þannig að Eggert og Michelle flytja nokkur lög og síðan verður sviðið opið fyrir þá sem vilja koma fram.

Þau sem munu einnig stíga á stokk eru Gummi Hjalta, Mantra, Denni, Dagný Hermanns, Kittó og Steinar, Ari Ingólfs, Baldur Hólmgeirs, Kristín Harpa, Hólmgeir Baldursson, Benni Sig og Karolína, Stefán Baldurs, Sindri og Jakob, Árný Margrét, Martha Pálmadóttir, Skúli Mennski og fl.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA