Jazz tónleikar í Edinborgarhúsinu

Kvartettinn Move spilar í Edinborgarhúsinu í kvöld.

Í kvöld klukkan 20 verða tónleikar í Edinborgarhúsinu með jazz kvartettinum Move. Óskar Guðjónsson stofnaði kvartettinn MOVE til að takast á við hið sígildasta form jazztónlistar; lúður með píanótríói. Undanfarið ár eða svo hefur kvartettinn haft fastan æfingartima alla þriðjudaga þar sem viðfangsefnið er leitin að eigin nálgun á hið hefðbundna form, hvort sem leikin eru sígild jazzlög eða eigin smíðar. Meðlimirnir eru allir þekktir í íslensku tónlistarlífi, þar sem þeir hafa hver um sig skapað sér sérstöðu með persónulegri nálgun á fjölbreytt viðfangsefni.Leiknir verða standardar, bestu lög gullaldarára jazzins auk frumsamins efni. Hljómsveitina skipa: Eyþór Gunnarsson píanóleikar, Matthías Hemstock trommari, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA