Ísfirðingur sigraði í Áskorendamóti Íslandsbanka 12 ára og yngri

Jón Gunnar Shiransson (tv). Mynd: Neil Shiran Þórisson.

Jón Gunnar Kanishka Shiransson frá Golfklúbbi Ísafjarðar sigraði á fyrsta móti sumarsins í Áskorendamótaröð Íslandsbanka í aldursflokknum 12 ára og yngri.  Mótið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skrefi í keppni og fylgir alþjóðlegri fyrirmynd. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík og voru rúmlega 60 keppendur skráðir til leiks í í Áskorendamótaröðinni.  Jón Gunnar var eini Ísfirðingurinn sem var skráður til leiks.

 Jón Gunnar lék 9 holur á 44 höggum og spilaði á skori sem  var 3 höggum betur en næsti keppandi.  Eftir örlítið basl í byrjun spilaði Jón gott golf og fékk samtals 5 pör á hringnum.   Nánari  úrslit  og tölfræði má sjá áhttps://mitt.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?action=viewFinalScore&iw_language=is_IS

 Næsta mót í mótaröðinni verður 23. Júní næstkomandi og verður gaman að fylgjast með þessum unga kylfingi í keppni á mótaröðinni.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

 

DEILA