Fullt af bílastæðum á Ísafirði

Mynd: Ísafjarðarbær

Á vef Ísafjarðarbæjar má lesa tilkynningu þess efnis að bærin bjóði upp á langtímabílastæði á Suðurtanga á Ísafirði í sumar. „Bílastæðið er í 500 metra fjarlægð frá miðbænum og 350 metra fjarlægð frá smábátahöfninni.“ Þetta er grasbali en aðgengilegt með malarvegi og hentar fyrir alla bíla. Þarna komast fyrir um 130 bílar. Svæðið er gjaldfrjálst en óvaktað.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA