VesturVerk heldur opinn fund um raforkumál

VesturVerk mun halda opinn fund um raforkumál, föstudaginn næstkomandi, 4. maí kl. 16 til 18 á Hótel Ísafirði. Raforkumál verða þar í brennidepli, en fundinum er ætlað að veita gagnlegt innlegg í þá mikilvægu umræðu sem uppi er um framtíð raforkumála í fjórðungnum.

Fundarstjóri verður Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Þrír frummælendur verða á fundinum, Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðva Landsnets, Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða og Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks. Að erindum loknum verða opnar fyrirspurnir og umræður, en einnig verður boðið upp á léttar veitingar í fundarlok.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA