Samstaða með Palestínu á Ísafirði í dag

Samstöðufundur með Palestínu verður haldinn á Silfurtorgi á Ísafirði 15. maí kl. 17. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu viðburðarins.

 

Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur- Jerúsalem og um allan heim safnast saman til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá upphafi hörmunganna (Nakba) þegar helmingur palestínsku þjóðarinnar var hrakinn í útlegð. Krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi.

Eiríkur Örn Norðdahl ávarpar samkomuna og flytur ljóð.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA