Páll Pálsson ÍS 102 kemur til hafnar á Ísafirði um helgina

Von er á Páli Pálssyni ÍS 102, nýjum skuttogara Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., til hafnar á Ísafirði um næstu helgi. Þetta staðfestir Heiða Jónsdóttir, gæðastjóri fyrirtækisins, í samtali við blaðamann BB.

Heimsiglingin frá Kína hófst þann 22. mars síðastliðinn og hefur ferðin gengið afar vel.

Skipið verður til sýnis almenningi laugardaginn 19. maí næstkomandi og hefst með athöfn við skipshlið kl. 14:00. Skipinu verður gefið nafn og það blessað, en auk þess verður smíði þess kynnt og boðið upp á veitingar.

Frekari upplýsingar má finna á www.frosti.is

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA