Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða

Opinn ársfundur Orkúbús Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík í dag, þriðjudaginn 15. maí kl. 17.

Stjórnarformaður Orkubúsins, Viðar Helgason og Elías Jónatansson, orkubússtjóri, munu fara yfir rekstur Orkubúsins á síðasta ári og önnur mál sem tengjast rekstri og málefnum Orkubúsins. Einnig mun Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, vera með sögulegt yfirlit um stofnun fyrirtækisins og fyrstu ár þess og Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, flytur erindi um raforkumál Vestfirðinga í nútíð og framtíð.

Í lok fundar mun fundarmönnum gefast kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna. Léttar veitingar verða í boði, sem og seiðandi tónar Baldurs Geirmundssonar og félaga. Fundurinn er opinn öllum.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA