Námsver – Aðstaða til nýsköpunar, fjarnáms og afþreyingar

Viktoría Kr Guðbjartsdóttir og Kristín Ósk Jónsdóttir.

Sjálfstæðismenn og óháðir í Bolungarvík vilja gera Bolungarvík að eftirsóknarverðum stað fyrir ungt fjölskyldufólk. Það endurspeglast hvað best í því að helsta stefnumál okkar er að koma á fót náms og vinnuaðstöðu fyrir 16 ára og eldri. Aðstaðan verður kjörin fyrir þá sem stunda fjarnám, starfa í fjarvinnu, nýsköpun eða eru með eigin rekstur. Í þessari aðstöðu verður hægt að vinna í friði en jafnframt verður aðstaða fyrir hópastarf og fundi. Markmiðið er að bæta félagslegt umhverfi 16.ára og eldri í Bolungarvík.

Fjarnám er eftirsótt og gefur kost á því að búa í heimabyggð ásamt því að sækja sér menntun eða bæta við sig endurmenntun. Bolungarvík er lítið sjávarþorp og við viljum auka þjónustu við íbúa sem velja sér þessa leið enda er menntun ungs fólks ávísun á aukin lífsgæði og vöxt.

Á Ísafirði er fyrirtaks aðstaða fyrir námsfólk en Með því að setja upp námsver í Bolungarvík er hægt að skipta um umhverfi og næði til að læra eða hitta annað fólk án þess að þurfa að keyra inn á Ísafjörð. Þannig getum við aukið aðgengi að þessari mikilvægu þjónustu í heimabyggð.

Aðstaðan sem við Sjálfstæðismenn og óháð ætlum að koma upp eykur þjónustu við þennan hóp og gerir samfélagið enn samkeppnishæfara. Setjum X við D á kjördag og bætum umhverfi ungs fjölskyldufólks í Bolungarvík.

Viktoría Kr Guðbjartsdóttir – 10.sæti á lista
Kristín Ósk Jónsdóttir – 6.sæti á lista
DEILA