Myndband um sauðburðarhjálp

Nú þegar líða fer á maímánuð eru það ekki bara sveitarstjórnarkosningar sem hrista upp í fólki heldur þurfa bændur og aðstoðarfólk þeirra að vera viðbúin ýmsu þegar lömbin fara að fæðast. Sauðburður er hafinn eða við það að fara á fullt á flestum fjárbúum. Fyrir flesta er þetta dásamlegur tími en þó erfiður, þar sem vinnan er endalaus og skilin milli lífs og dauða oft lítil. Ærnar geta oftast komið lömbunum frá sér sjálfar og séu lömbin hraust, þá rata þau yfirleitt sjálf á spena og halda hoppandi út í sumarið þegar veður leyfir. Þetta er þó ekki algilt og þess vegna þurfa bændur og búalið að vera undirbúnir undir ýmis atvik. Bæði þarf að hjálpa ám við að koma afkvæmunum í heiminn, aðstoða þær ef veikindi bera að höndum og stundum þarf að kenna lömbunum að sækja sér næringu eða einfaldlega gefa þeim. Á youtube má finna býsna gott myndband um sauðburðarhjálp. Myndbandið er á norsku en þó er ekki úr vegi fyrir verðandi vinnufólk í sveitum að skoða það og læra hvernig best er að aðstoða lífið við að halda áfram.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA