Málstofa um geðheilsu ungs fólks

Ísafjörður

11. maí verður afar áhugaverð málstofa og vinnustofur á vegum Hugarafls og Vesturafls um geðheilsu, ungt fólk og samfélagið á Vestfjörðum. Málstofan hefst með tali Hörpu Guðmundsdóttur og Bryndísar Friðgeirsdóttur kl. 8:50 en klukkan 9:00 -12:00 taka við vinnustofur. Vinnustofa 1 fjallar um þróun starfs með ungu fólki en hún er helst ætluð fyrir fagfólk og fólk frá aldrinum 18-30 ára. Þar stjórna Svava Arnardóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir. Vinnustofa 2 fjallar um samfélagsgeðþjónustu og er ætluð fagfólki og fólki með reynslu af geðrænum erfiðleikum.

Eftir hádegi taka við umræður og niðurstöður en málstofur og vinnustofur eru opnar öllum og fara fram á Suðurgötu 9 og Árnagötu 2-4. Skráning er á póstfangið vesturafl@vesturafl.is og nánari upplýsingar má einnig nálgast þar eða hjá Hörpu Guðmundsdóttur í síma 8964412.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA