Logn og blíða í viðræðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna

Framsóknarfélagið í Ísafjarðarbæ ætlar að hittast kl. 17 í dag.

Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ, sagði í samtali við BB að það væri logn og blíða í viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðismanna, en formlegar viðræður hófust fyrir tveimur dögum. Aðspurður segir Marzellíus að viðræður gangi vel. „Við erum bara búin að halda þennan eina fund ennþá. Við erum núna að vinna í okkar flokkum og það er bara logn og blíða. Það var ekkert sem kom upp á á þessum fyrsta fundi sem útilokar samstarf, þannig að núna erum við bara að ræða málin við okkar fólk.“

Marzellíus segir að það sé ekki enn búið að tímasetja næsta fund en það sé þó á dagskránni. „Við gerum ráð fyrir að hittast á næstu dögum. Nú eru menn bara að vinna heimavinnuna sína og svo stillum við aftur saman strengi.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA