Lengdur opnunartími í Musteri vatns og vellíðunar

Sundlaugargarðurinn í Bolungarvík. Mynd fengin af heimasíðu sundlaugarinnar.

Musterisverðirnir í Sundlauginni í Bolungarvík/Musteri vatns og vellíðunar, hafa nú ákveðið að lengja opnunartímann yfir sumartímann, en frá og með 1. júní verður hægt að flatmaga í pottum laugarinnar til kl. 22:00 öll virk kvöld.

Í samtali við Baldur Smára Einarsson kemur fram að mikil eftirspurn hafi verið eftir lengdum opnunartíma. „Við höfum nú brugðist við því, með lengri opnun á virkum dögum. Mikill vilji er fyrir lengri opnun um helgar líka, en við þurfum aðeins að sjá hvernig það fer. Það er sól á kvöldin í sundlaugargarðinum, svo það er notalegt að liggja í pottunum þá. Það er ekki spurning að þetta verður vel nýtt.“

Opnunartíminn er sem hér segir, en allar nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðu sundlaugarinnar:

Mánudagar til föstudags frá 06.15 til 22.00
Laugardagar og sunnudagar frá 10.00 til 18.00

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA