Ísafjarðarbær mætir Ölfus

Mynd: Gylfi Ólafsson, Tinna Ólafsdóttir og Greipur Gíslason.

Í kvöld tekst lið Ísafjarðarbæjar á við lið Ölfuss í úrslitaviðureigninni í Útsvari. Seinasta viðureign þeirra við Hafnarfjörð var æsispennandi og ýmis álitamál komu þar upp. Sumum þótti lið Hafnarfjarðar fá heldur mikla sénsa og jafnvel stig fyrir röng svör. Það verður spennandi að sjá hvernig fer í kvöld og við óskum þeim Gylfa, Tinnu og Greipi góðs gengis sunnan heiða.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA