Fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi tekin í dag

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Valþór Atli Birgisson hjá jarðverktakanum Búaðstoð ehf. og Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

Í dag tók Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fyrstu skóflustunguna að nýju 13 íbúða fjölbýlishúsi, sem mun rísa við Sindragötu á Ísafirði í sumar. Er þetta fyrsta fjölbýlishúsið sem byggt er í Ísafjarðarbæ í 14 ár. Óskað hefur verið eftir tilboðum í byggingu fjölbýlishússins á vef Ísafjarðarbæjar, en áætlað er að vinna við húsið klárist eigi síðar en í október 2018.

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA