Orkubúið skilaði hagnaði upp á 174 milljónir króna árið 2017

Þann 15. maí var aðalfundur Orkubús Vestfjarða haldinn. Orkubúið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að rekstur fyrirtækisins hafi skilað 174 milljón króna hagnaði á árinu 2017 í samanburði við 96 milljóna króna hagnaði árið á undan. Framlegð EBITDA voru 613 milljón krónur en heildarfjárfestingar voru 667 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins eru 2.604. milljónir en eigið fé 5.888 milljónir.

Ný stjórn leit dagsins ljós á fundinum en hana skipa nú Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gísli Jón Kristjánsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com