Ágætis afli í lok apríl

Mynd: Steini Kjello, skipstjóri á Afa. Mynd fengin af Facebooksíðu Suðureyrarhafnar

Þeir fiska sem róa sagði einhver og þeir kvarta ekki á meðan það fiskast sagði annar. Nú þegar eru íturvaxnir sjóstangaferðamenn farnir að spranga um bryggjurnar á Suðureyri og Flateyri og draga á land hvert kílóið af öðru af golþorski. Trillukarlarnir eru eitthvað að veiða líka og aflatölur fyrir seinustu viku eru bara ágætar í Súgandafirði og Önundarfirði. Aflatölur frá Suðureyri 30. apríl voru þannig að Hrefna var með 22.636 kíló á 36 bala, Straumey með 299 kíló og Bobby með 234 kíló.

28. apríl voru tölurnar heldur hærri en náðu yfir fleiri landanir en þá var Bliki með 22.581 kíló, Hrefna með 13.517 kíló, Berti g. Með 11.450 kíló, Gestur k. með 10.563 kíló og Afi með 8009 kíló. Þá voru Bjartmar, Danni og Bobby með nokkur hundruð kíló hver.
Á Flateyri lágu tölurnar þannig 27. – 29. apríl að Blossi var með 11.540 kíló, Jóhanna G. með 935 kíló, Halldór Sigurðsson með 10.019 kíló og Rósi með 9.430 kíló. Bobbybátar hafa landað samtals 3893 kílóum í aprílmánuði.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA